Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 28. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Alexis Sanchez spilaði fótbolta í fangelsi
Byrjaði í markinu.
Byrjaði í markinu.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, segist hafa spilað fótbolta á hinum ýmsu stöðum á sínum yngri árum í Síle.

Sanchez ólst upp í borginni Tocopilla en þar spilaði hann meðal annars fótbolta í fangelsi borgarinnar.

„Ég vildi vera atvinnumaður frá því að ég var lítill. Hugarfar mitt var alltaf að vinna og fara eins langt og ég gæti í fótboltanum," sagði Alexis.

„Ég var alltaf að taka þátt í mótum og ég spilaði fyrst í marki. Ég var ánægður svo lengi sem ég var að spila fótbolta. Ég spilaði alltaf með eldri krökkum."

„Ég spilaði á götunum en við fórum líka oft í fangelsið að spila fótbolta. Við spiluðum við fólkið sem var þar á skítugum velli og ég var í markinu þá."

Athugasemdir
banner
banner
banner