Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. mars 2017 16:50
Magnús Már Einarsson
33 ára samstarfi Grindavíkur og Lýsis lokið
Lýsi hverfur af búningi Grindavíkur.
Lýsi hverfur af búningi Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stór breyting verður á búningi Grindvíkinga í sumar því Lýsi mun ekki lengur vera með aðalauglýsinguna framan á búningi liðsins. Lýsi hefur verið aðalauglýsingin á búningi Grindvíkinga í öllum flokkum síðan 1984 eða undanfarin 33 ár!

„PSV Eindhoven var með samning við sama styrktaraðila (Philips) frá 1982 en ég held að það samstarf hafi hætt fyrir 2-3 árum. Það hefur því líklega ekkert félag í heiminum verið jafn lengi með samning líkt og Grindavík og Lýsi," sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samstarfi við Fótbolta.net í dag.

„Það er mikil eftirsjá hjá okkur því Lýsi er flott fyrirtæki og það hefur aldrei borið skugga á samstarfið. Það er ofboðslega gott fólk hjá Lýsi," sagði Jónas en ljóst varð á dögunum að samstafinu myndi ljúka.

„Lýsi fékk alla lifrina frá Þorbirni og Vísi, stærstu fyrirtækjunum hérna í Grindavík. Núna eru Þorbjörn og Vísir farin að vinna aukaafurðirnar sjálf og þar með missti Lýsi það hráefni. Við vorum að vonast til að þetta myndi halda áfram en því miður er þessu lokið."

Grindavík leikur í Pepsi-deild karla og kvenna í sumar en bæði liðin komust upp um deild síðastliðið haust.
Athugasemdir
banner