Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2017 07:30
Kristófer Kristjánsson
Klinsmann á reynslu hjá Everton
Klinsmann eldri kunni að skutla sér hjá Tottenham í gamla daga
Klinsmann eldri kunni að skutla sér hjá Tottenham í gamla daga
Mynd: Getty Images
Jonathan Klinsmann, 19 ára markvörður, mun æfa með Everton í viku eftir æfingaferð með Bandaríska U20 landsliðinu í London en þessi ungi markmaður er sonur Jurgen nokkurs Klinsmann; þýsku goðsagnarinnar og fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Klinsmann yngri spilar með California University og er einnig með þýskt vegabréf og myndi því ekki þurfa að sækja um atvinnuleyfi til að skrifa undir á Englandi.

Hann hefur þótt standa sig afar vel með U20 landsliði Bandaríkjanna og vakið áhuga þó nokkurra félaga í Evrópu.

Faðir hans gerði garðinn frægan með Tottenham um árið í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði gjarnan mörkunum sínum með fallegri dýfu; spurning hvort Klinsmann yngri skutli sér jafn vel og pabbi gamli?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner