mið 29. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Monk gæti náð bestu tölfræði sem stjóri Leeds
Garry Monk.
Garry Monk.
Mynd: GettyImages
Ef Leeds nær að vinna Reading í Championship deildinni á föstudagskvöld þá mun Garry Monk, stjóri liðsins, vera með bestu sigurprósentu í sögu félagsins.

Don Revie, stjóri Leeds frá 1961-1974, er með bestu sigurprósentuna í dag en hann vann ensku deildina tvívegis með liðinu.

Monk getur hins vegar komist upp fyrir Revie, að minnsta kosti tímabundið, með sigri á Reading. Monk myndi þá fara upp í 54,3% sigurhlutfall með Leeds.

Monk er fyrrum stjóri Swansea en hann tók við Leeds síðastliðið sumar.

Undir hans stjórn hefur liðið blandað sér í baráttuna um sæti í enksu úrvalsdeildinni.

Leeds er núna í 4. sæti í Championship deildinni og endar líklega á að fara í umspil um sæti í úrvalsdeild.

Besta sigurprósenta hjá stjórum Leeds
Don Revie 395 sigrar í 740 leikjum (53,4%)
Garry Monk 24 sigrar í 45 leikjum (53,3%)
Gary McAllister 25 sigrar í 50 leikjum (50%)
David O'Leary 101 sigur í 203 leikjum (49,8%)
Simon Grayson 84 sigrar í 169 leikjum (49,7%)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner