Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 29. mars 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Vill að leikmaður verði settur í bann fyrir framhjáhald
Jiang Zhipeng hefur ekki átt góða viku.
Jiang Zhipeng hefur ekki átt góða viku.
Mynd: Getty Images
Jiang Zhipeng, varnarmaður kínverska landsliðsins, átti slakan leik í 1-0 tapi gegn Íran í undankeppni HM. Jiang átti sök á sigurmarki leiksins.

Í dag mætti Zhang Zhiyue, eiginkona Jiang, á samfélagsmiðla og tilkynnti að hún hefði sótt um skilnað. Á sama tíma greindi hún frá framhjáhaldi leikmannsins en hún segir að það hafi orðið til þess að hún spilaði illa.

„Í þrjú og hálft ár af fjögurra ára hjónabandi þá var hann sofa hjá öðrum konum," sagði Zhang.

Zhang setti einnig myndir á samfélagsmiðlinn Weibo af konum sem Jiang á að hafa haldið framhjá með.

Zhang hefur einnig kallað eftir því að kínverska knattspyrnusambandið banni Jiang frá fótbolta eftir framhjáhaldið.
Athugasemdir
banner
banner