Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir heimamenn semja við KF
Úr leik hjá KF síðasta sumar.
Úr leik hjá KF síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Undir lok síðustu viku skrifuðu tveir leikmenn undir samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF). Leikmennirnir sem um ræðir eru Vítor Vieira Thomas og Hákon Leó Hilmarsson.

Vítor Vieira er fæddur árið 1999 og Hákon Leó árið 1997.

Vítor er miðjumaður og Hákon Leó vinstri bakvörður, en þeir eru báðir heimamenn, búsettir í Ólafsfirði.

KF féll úr 2. deild karla á síðasta leiktímabili þar sem þeir voru langneðstir með aðeins 13 stig.

Hákon Leó kom við sögu í 14 leikjum á síðasta tímabili, en Vitor Vieira á enn eftir að leika keppnisleik með meistaraflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner