Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. mars 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Defoe gæti farið frítt ef Sunderland fellur
Defoe er langbesti leikmaður Sunderland.
Defoe er langbesti leikmaður Sunderland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Jermain Defoe getur farið frítt frá Sunderland ef liðið fellur úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta er haft eftir Daily Mail.

Það er klásúla í samningnum hjá hinum 34 ára gamla Defoe sem segir að hann geti farið frítt og það gæti því myndast rosaleg barátta um hann í sumar.

Sunderland er í ansi vondum málum! Þeir eru á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að þeir haldi sæti sínu.

Defoe er enn í fantaformi þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Hann er búinn að skora 14 mörk í deildinni á tímabilinu og ljóst er að hann verður eftirsóttur ef Sunderland fellur.

Bournemouth og West Ham eru sögð mjög áhugasöm, en önnur lið gætu blandað sér í baráttuna um hann. Hann stefnir á að fara á HM í Rússlandi 2018 með enska landsliðinu og því þarf hann helst að vera að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner