mið 29. mars 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gerði allt til þess að koma í veg fyrir bleika búninginn"
Fletcher í bleika búningnum.
Fletcher í bleika búningnum.
Mynd: Getty Images
Darren Fletcher, fyrirliði skoska landsliðsins, segist hafa gert allt sem hann gat til þess að sannfæra skoska knattspyrnusambandið um að leyfa liðinu að spila í einhverju öðru en bleikum búningum gegn enska landsliðinu á síðasta ári.

Bleiku búningarnir hjá skoska landsliðinu eru mjög umdeildir og Fletcher vill ekki klæðast þeim aftur þegar liðið mætir Englandi á heimavelli í júní.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, bannaði Skotum að klæðast sínum hefðbundnu dökkbláu búningum þar sem að á þeim eru hvítar ermar. Það var víst of líkt enska landsliðsbúningnum.

„Þegar ég sá bleika búninginn, þá gerði ég allt til þess að koma í veg fyrir að við myndum klæðast honum," sagði Fletcher við ESPN. „Ég spurði 'hvað erum við að gera?'"

„Skotland hefði aldrei átt að klæðast bleiku gegn Englandi, en það var víst vegna þess að það við vorum með hvítar ermar á bláu treyjunum okkar," sagði Fletcher enn fremur.

„FIFA er með klikkaðar reglur; þetta átti aldrei að gerast."

„Þetta gæti gerst aftur í júní, en það væri skammarlegt ef Skotland þyrfti að klæðast útibúningnum á heimavelli. Það ætti aldrei að gerast," sagði Fletcher að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner