Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 30. mars 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk ekki meira með á tímabilinu?
Van Dijk er meiddur.
Van Dijk er meiddur.
Mynd: Getty Images
Southampton óttast það að varnarmaðurinn Virgil van Dijk spili ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í janúar.

Þessi 25 ára varnarmaður hefur ekkert spilað síðan hann meiddist gegn Leicester og knattspyrnustjórinn Claude Puel sagði í dag að hann óttast að hann komi ekki meira við sögu á tímabilinu.

„Þetta hefur tekið langan tíma og við þurfum að bíða og sjá hvort hann spili meira. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, hann er fyrirliðinn okkar," sagði Puel.

„Í mínum huga er hann meðal bestu varnarmanna ensku úrvalsdeildarinnar."

Mögulegt er að Van Dijk hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Southampton en Chelsea er meðal félaga sem er sagt ætla að gera tilboð í hann í sumar.

Southampton er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun á laugardaginn mæta liði Bournemouth. Puel segir að sóknarmaðurinn Manolo Gabbiadini verði ekki með í leiknum en hann meiddist í tapinu gegn Tottenham.

„Hann er að glíma við nárameiðsli og getur ekki spilað þennan leik. Vonandi verður hann klár í leikinn eftir hann," segir Puel.

Þá er Charlie Austin á meiðslalistanum en vonast er til þess að hann snúi aftur í apríl.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner