Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. mars 2017 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Platini hraunar yfir Blatter
Platini og Blatter eru engir vinir lengur.
Platini og Blatter eru engir vinir lengur.
Mynd: Instagram
Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, virðist hafa snúið baki við Sepp Blatter í mögnuðu viðtali við franska dagblaðið Le Monde. Báðir menn voru settir í bann frá knattspyrnu eftir að í ljós kom að Blatter, þáverandi forseti FIFA, hefði gefið grænt ljós á 1,3 milljóna punda greiðslu til Platini árið 2011.

Eftir að upp komst um greiðsluna hrökklaðist Blatter úr starfi sem forseti FIFA og Platini fór sömu leið sem forseti UEFA.

Í sínu fyrsta viðtali frá því að Platini var settur í bann frá knattspyrnu segist hann telja að einn nánasti ráðgjafi Blatters hafi látið saksóknara vita um áðurnefnda greiðslu.

„Ég veit ekki hvað ég hef gert rangt. Ekki trúa öllu sem Blatter segir. Hann mun alltaf segja þér það sem þú vilt heyra, en hann er algert pólitískt dýr," sagði Platini.

„Hann kom mér aldrei til varnar. Hann er sjálfselskasti maður sem ég hef séð. Hann hélt hann yrði hjá FIFA til dauðadags."
Athugasemdir
banner
banner