Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. mars 2017 22:35
Alexander Freyr Tamimi
Segir leikbann Messi ósanngjarnt
Messi á að hafa látið dómarann heita það.
Messi á að hafa látið dómarann heita það.
Mynd: Getty Images
Nýr forseti argentínska knattspyrnusambandsins segir að fjögurra leikja bann Lionel Messi sé ósanngjarnt og ekki í takt við reglur. FIFA dæmdi Messi í leikbannið á þriðjudag, klukkustundum áður en Argentína mætti Bólivíu í undankeppni HM.

Leikbannið fékk Messi fyrir að hrauna yfir aðstoðardómara í leik gegn Síle í síðustu viku. Barcelona og landsliðsþjálfarinn hafa þegar látið í sér heyra vegna bannsins og nú hefur nýr forseti knattspyrnusambands Argentínu, sem kjörinn var í gær, sagt að annarlegar ástæður liggja að baki banninu.

„Þetta bann er ósanngjarnt og ekki í takt við reglurnar. Hluti af þessum aðstæðum sem argentínsk knattspyrna býr við kemur til vegna þess að okkur skortir málsvara í Suður Ameríku og hjá FIFA," sagði Tapia.

„Okkar verkefni er að endurbyggja þessi tengsl. Við þurfum að setjast niður með forseta FIFA og ráða bestu menn sem við getum til að stytta bannið."

Tapia vísar til þess að FIFA tók yfir stjórn argentínska knattspyrnusambandsins eftir að þar myndaðist krísuástand í kjölfar andláts Julio Grondona, sem hafði verið forseti sambandsins í 35 ár áður en hann féll frá. Argentína tapaði 2-0 gegn Bólivíu þegar Messi afplánaði fyrsta leikinn í banninu og er í alvarlegri hættu á að missa af HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner