Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. mars 2017 22:25
Hafliði Breiðfjörð
Robbie Crawford æfir með FH - Ætla að fá tvo leikmenn
Crawford í leik með Rangers.
Crawford í leik með Rangers.
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford æfir þessa dagana með Íslandsmeisturum FH en félagið stefnir enn á að styrkja sig um tvo leikmenn áður en Íslandsmótið hefst eftir mánuð.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH staðfesti þetta eftir 1-3 sigur á Gróttu í Lengjubikarnum í kvöld. „Hann verður hjá okkur fram á sunnudag og við tökum ákvörðun þá hvað við gerum. Hann hefur staðið sig vel á æfingum hjá okkur," sagði Heimir. „Við þurfum að fá tvo leikmenn og erum að reyna að vinna í því," bætti hann við.

Crawford sem er 23 ára gamall æfði og spilaði með Þrótti í æfingaferð á Marbella á Spáni á dögunum.

Hann ólst upp hjá stórliði Rangers í Skotlandi. Eftir gjaldþrot Rangers árið 2012 fékk Crawford tækifæri í aðalliðinu í fjórðu efstu deild.

Crawford hjálpaði Rangers upp úr D og C-deildinni auk þess sem hann lék nokkra leiki í B-deildinni áður en hann fór á lán. Crawford losnaði síðan undan samningi hjá Rangers í fyrra.
Heimir: Frábær þessi völlur hjá Gróttu
Athugasemdir
banner
banner
banner