Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   fim 30. mars 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Stefán Gísla: Eigum að geta verið í efri hluta deildarinnar
Stefán Gíslason þjálfari Hauka
Stefán Gíslason þjálfari Hauka
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Haukar gerðu 2-2 jafntefli við Víking Reykjavík í Lengjubikarnum í kvöld. Stefán Gísla þjálfari Hauka var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld.

„Já svona að mestu leyti, við hefðum kannski vilja vera aðeins meira með boltann. Víkingsliðið er gott lið og þeir spiluðu vel í dag. Þeir voru meira með boltann en við áttum breik og áttum okkar möguleika. Mér fannst við vera þéttir og við vorum ekki að slitna of mikið í sundur í dag, en við erum búnir að vera að vinna í því og mér fannst það mjög gott." sagði Stefán aðspurður að því hvort að leikplan Hauka hefði gengið upp í dag.

Þá sagðist hann ekki koma til með að styrkja hópinn enn frekar.

„Við erum svosem ekkert með alltof stóran hóp, en við erum með góða stráka úr öðrum flokknum sem að eru að koma upp svo að við erum nokkuð sáttir eins og er.

Haukar voru aðeins með 5 menn af 6 mögulegum á bekk í dag og sagði Stefán að nokkuð væri um meiðsli í hópnum.
„Við erum með nokkra sem að hafa verið aðeins meiddir en þeir eru flestir að koma til baka. Svo erum við líka að reyna að vera skynsamir með þá og erum ekkert að taka neina sénsa."

„Eins og ég segi þá erum við ekkert með alltof stóran hóp. Það veltur mikið á því með meiðsli og annað. Ég tel okkur vera með mjög sterkan grunn og ef við erum heilir að þá eigum við alveg að geta verið í efri hluta deildarinnar." sagði Stefán þegar hann var spurður út í það hvort að hann telji möguleiki á að Haukar geti keppt um sæti í Pepsi deildinni í sumar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner