Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
   lau 08. apríl 2017 14:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ekki hægt að segja að tímabilið sé ásættanlegt hjá Man City
Leroy Sane hefur verið magnaður hjá City eftir áramót.
Leroy Sane hefur verið magnaður hjá City eftir áramót.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Ég held að það sé ekki hægt að segja að þetta tímabil sé ásættanlegt," segir Þórgnýr Einar Albertsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og stuðningsmaður Manchester City.

Þórgnýr var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag.

„Það er einna helst hægt að skella skuldinni á innkaupastjórann Txiki Begiristain fyrir að hafa ekki haft rænu á að kaupa bakvörð síðan Kolarov var keyptur. Þarna liggur einna helst vandinn í dag. Allir bakverðir liðsins eru yfir þrítugt."

„Varnarskipulag í liðinu er ekki til og það þarf mikið að gera í bakvarðastöðunum og svo kannski fá einn miðjumann líka, einhvern sem er ekki meiddur nánast allt tímabilið og er ekki yfir þrítugu."

Það má búast við miklum breytingum hjá Manchester City í sumar.

„Mér finnst ansi líklegt að það verði stjarnfræðilega há summa sem er að fara út. Það eru fjölmargir að verða samningslausir."

Varnarmaðurinn John Stones er oft mikið í umræðunni en ljóst er að Pep Guardiola hefur tröllatrú á Englendingnum.

„John Stones var ekki góður fram í svona október-nóvember, síðan hefur hann verið eini góði varnarmaður liðsins. Hann gerir enn mistök því varnarskipulagið er þannig. Menn eru hvattir til að taka áhættu með sendingum sem eru misgáfulegar. Ég hugsa að það komi með þroska hjá Stones, hann verði betri í því með árunum," segir Þórgnýr.

„Ég held að það hafi komið Guardiola á óvart hversu jöfn enska deildin er. Augljóslega eru betri lið á toppnum á Spáni en verstu liðin í ensku úrvalsdeildinni geta unnið hvaða lið sem er, nema kannski Sunderland. Deildin er með flesta erfiða leiki."

Hver er búinn að vera besti leikmaður City á tímabilinu?

„Síðan um áramótin er það klárlega Leroy Sane, hann er minn maður. Hann leggur upp eða skorar í næstum hverjum einasta leik. Hann er alltaf spennandi. David Silva hefur verið einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar síðan hann kom. Hann hefur haldið því áfram á þessu tímabili, hann er stórkostlegur."

Þórgnýr hefur engar áhyggjur af því að City gæti misst af Meistaradeildarsæti.

„Liverpool á bara eftir leiki gegn verri liðum, leiki sem þeir klára ekki. United á í erfiðleikum með að vinna leiki. Arsenal gæti náð fjórða sætinu en City tekur þá þriðja," segir Þórgnýr.

Ef hann mætti ráða því hver yrði fyrstur á innkaupalista City í sumar leitar hugur hans til Frakklands.

„Ég væri til í að kaupa Mónakó liðið eins og það leggur sig en það yrði frekar dýrt. Fabinho hjá Mónakó yrði minn fyrsti maður á blað. Hann getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðjumaður og það eru stöður sem þarf að laga," segir Þórgnýr en spjallið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner