Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   fös 14. apríl 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Gulli Jóns: Veturinn erfiður varðandi áföll
Á ýmsu hefur gengið hjá Skagamönnum í vetur.
Á ýmsu hefur gengið hjá Skagamönnum í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur í viðtalinu.
Gunnlaugur í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætlum okkur að vera ofar," segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net. Skagamenn eru í tíunda sæti í spá okkar fyrir Pepsi-deildina en liðið hafnaði í því áttunda í fyrra.

ÍA hefur byrjað illa í Pepsi-deildinni síðustu tvö ár. „Við vorum með fjögur stig eftir sjö leiki í fyrra. Að sjálfsögðu þurfum við að gera betur í ár og það er klárlega stefnan að fara betur af stað í deildinni en við gerðum á síðasta ári. Við vorum í vandræðum í fyrra og mörgum leist ekki á blikuna þegar farið var inn í EM-fríið," segir Gunnlaugur.

Margir nýtt tækifærið
Það er þungavigtardagskrá hjá ÍA í upphafi móts þetta tímabilið. Liðið mun leika gegn FH, Val og KR í fyrstu þremur leikjunum.

„Það þarf ekki að vera ókostur að byrja á þessum liðum. Mótið spilast oft öðruvísi í byrjun. Veðrið hefur sitt að segja og vellirnir ekki orðnir alveg klárir. Liðin eru að mótast í byrjun tímabilsins og við lítum á að það sé bara kostur að mæta liðunum á þessum tímapunkti þó vissulega geti þetta reynst tvíeggja sverð."

Mjög stór hluti leikmannahóps ÍA er uppalinn hjá félaginu enda hefur það verið stefnan á Skaganum. Það er í huga manna áður en utanaðkomandi leikmaður er fenginn.

„Ef við eigum svipaðan strák fyrir þá tökum við ekki aðkomumann, ekki nema hann sé töluvert betri. Það hafa margir fengið sénsinn í vetur og margir tekið hann og eru á góðri leið."

Ýmislegt að sanna hjá Kale
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson sleit krossband í æfingaleik gegn HK í nóvember. Ekki er víst hvenær hann verður klár í slaginn en það gæti verið um mitt mót. Ingvar Þór Kale var fenginn til ÍA en Ingvar átti vont tímabil með Val í fyrra þar sem hann missti stöðu sína. Hann þarf að kveða niður efasemdarraddir í ár.

„Hann veit það sjálfur að það er ýmislegt að sanna hjá honum. Hann vill ekki enda sinn feril á þennan hátt. Við erum að fá leikmann sem er mjög reynslumikill. Hann á Íslandsmeistaratitil og bikarmeistaratitla á bakinu og kemur til með að berjast við Pál Gísla," segir Gunnlaugur.

Árni spilaði stórt hlutverk í leikstíl Skagamanna með spyrnum sínum úr markinu og hvernig hann tók þátt í spilinu. Þá þarf einnig að fylla skarð annars manns sem hefur verið einkennandi í spilamennsku ÍA, varnarmannsins Ármanns Smára Björnssonar sem lagði skóna á hilluna vegna meiðsla.

Heimskulegt að nota Árna í þessum leik
„Það verður að segjast eins og er að veturinn hefur verið okkur erfiður varðandi áföll," segir Gunnlaugur.

„Ármann hefur verið fyrirliði og spilaði að mínu mati besta tímabilið sitt með okkur í fyrra. Hann var mikill leiðtogi og steig upp. Hann var mjög afgerandi. Árni hefur verið stigvaxandi eftir að við gáfum honum sénsinn þegar við vorum í 1. deild. Það var mikið áfall fyrir hann og okkur að hann skildi meiðast," segir Gunnlaugur sem er pirraður yfir því að hafa notað Árna í æfingaleiknum þar sem hann meiddist.

„Eftir á að hyggja var heimskulegt hjá mér að nota hann sem varamann í þessum leik þar sem aðeins yngstu strákarnir voru. Þeir sem spiluðu mest voru ekki notaðir. Það voru tveir markmenn fjarverandi og við þurftum að hafa einhvern til taks. Það er óþolandi að svona gerist þegar hann er nýkominn inn og það er lítið eftir af leiknum. En það er lítið hægt að gera í því núna. Hann hefur allavega sýnt mikinn styrk í að vinna sig til baka."

Í stað Ármanns hefur ÍA fengið pólskan miðvörð, Robert Menzel. Er hann líkur Ármanni Smára?

„Hann er álíka hávaxinn og Ármann en þeir eru töluvert ólíkir. Hann er vanari spili og að koma boltanum í leik á jörðinni. Hann er ekki eins afgerandi skallamaður og Ármann er en hefur hæð. Þeir eru líkir að því leyti að þeir eru harðir í návígjum."

Tryggvi hundsvekktur að skora ekki meira
Í sókninni er skærasta stjarna ÍA, Garðar Gunnlaugsson sem tók gullskóinn í fyrra. Hann er með skemmtilega leikmenn í kringum sig, þar á meðal er hinn efnilegi Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skapaði mikinn usla á síðasta tímabili en náði þó aðeins að skora eitt mark.

„Hann er skorari í eðli sínu og var það í yngri flokkunum. Við vonum að mörkin komi í sumar, þau eru þarna. Hann þarf að hafa fyrir því þar sem hann er orðinn stærra nafn í dag, menn vita af honum og hann þarf að hafa fyrir þessu. Á sama tíma í fyrra var hann lánaður í Kára þar sem hann var að stíga upp úr meiðslum. Hann var yfirburðarmaður þar." segir Gunnlaugur.

„Í dag er veruleikinn sá að hann var valinn í A-landsliðið í janúar. Hann er að ná heilu undirbúningstímabili í fyrsta sinn í langan tíma. Hann var hundsvekktur með að skora bara eitt mark í fyrra og er áþjáður í að sýna að hann er ekki bara vinnusamur og með hraða heldur skorari líka."

Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Gunnlaug í heild sinni en þar er rætt nánar um komandi tímabil og einnig aðeins rætt um annað áhugamál Gunnlaugs, tónlistina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA
Hin hliðin - Tryggvi Hrafn Haraldsson
Ef þið tapið, þá getur þú einbeitt þér að þessum gítar!
Athugasemdir
banner
banner
banner