fös 21. apríl 2017 11:50
Magnús Már Einarsson
Patryk Stefanski til ÍA (Staðfest)
Patryk Stefanski.
Patryk Stefanski.
Mynd: ÍA
Pólski kantmaðurinn Patryk Stefanski er genginn til liðs við ÍA fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

„Patryk kom á reynslu í æfingaferð liðsins útá Spáni og spilaði leik gegn HK í ferðinni þar sem hann gerði mark og sýndi að þarna er á ferðinni geysilega vinnusamur leikmaður með hraða," segir í fréttatilkynningu frá ÍA

„Þetta eru frábærir strákar og flott umgjörð utan um allt hér á skaganum, ég hlakka til að stipmla mig inn í íslenska fótboltann," sagði Patryk sjálfur eftir undirskrift.

Patryk er 27 ára gamall en hann er uppalinn í hinu sögufrægra pólska liði Ruch Chorzów. Patryk lék síðast með Polonia Bytom. Patryk er annar pólski leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÍA því fyrr í vetur samdi félagið við varnarmanninn Robert Mentzel.

„Við erum sáttir með að það bæta inn sóknarmanni áður en tímabilið hefst og eykur þar með breiddina í sóknarleik liðsins. Patryk kemur með mikinn kraft inní okkar leik - hefur góðan hraða og er jafnfættur og eykur að sjálfsögðu alla samkeppni í sóknarlínu okkar," sagði Gunlaugur Jónsson þjálfari ÍA.

Patryk er að sjálfsögðu kominn inn í Draumaliðsdeild Eyjabita en þú getur keypt hann í þitt lið núna!

ÍA fær Íslandsmeistara FH í heimsókn í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar sunnudaginn 30. apríl.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner