Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. apríl 2017 13:35
Magnús Már Einarsson
Jói Berg gæti spilað gegn Man Utd
Klár í slaginn.
Klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson verður líklega í leikmannahópi Burnley á nýjan leik þegar liðið mætir Manchester United á sunnudaginn.

Jóhann Berg meiddist á hné bikarleik gegn Luton þann 18. febrúar og hefur verið frá keppni síðan þá.

Í síðustu viku skoraði Jóhann tvö mörk í leik með U23 ára liði Burnley en hann var þó ekki í leikmannahópnum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Jóhann verði líklega með í leiknum gegn United á sunnudag.

Scott Arfield og Sam Vokes eru hins vegar báðir tæpir í liði Burnley fyrir leikinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner