Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi tekur út leikbann hjá Granada í kvöld
Sverrir Ingi spilar ekki gegn Sevilla.
Sverrir Ingi spilar ekki gegn Sevilla.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason spilar ekki með Granada gegn Sevilla í leik sem hefst eftir stundarfjórðung.

Granada sækir Sevilla heim í mjög erfiðum leik, en liðið þarf að spila án Sverris Inga sem tekur út leikbann.

Sverrir hefur fengið að líta fimm gul spjöld í þeim 12 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Granada, en það þýðir leikbann.

Granada er í sannkölluðum skítamálum í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 19. sæti af 20 liðum, fimm stigum frá öruggu sæti. Sevilla, andstæðingar þeirra á eftir eru í fjórða sætinu.

Tony Adams tók við Granada á dögunum og hann á að bjarga liðinu. Fyrsti leikur hans, sem var gegn Celta Vigo endaði með 3-0 tapi, en Sverrir spilaði í þeim leik og fékk þar sitt fimmta gula spjald.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner