Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. apríl 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ætlar ekki að taka Sakho aftur
Sakho á enga framtíð hjá Liverpool.
Sakho á enga framtíð hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frétt Sky Sports er engin leið fyrir varnarmanninn Mamadou Sakho að komast aftur til Liverpool, þrátt fyrir að það hafi verið sannað að hann hafi ekki átt að fara í lyfjabann.

Liverpool hefur neitað að tjá sig um málið, að Sakho hafi verið hreinsaður af öllum sökum í lyfjamálinu. Hann var settur í bann, en búist er við því að Liverpool sækist eftir bætum.

Heimildir Sky Sports herma þó að ferill Sakho hjá Liverpool sé á enda, en ætlunin hjá félaginu er að selja hann í sumar.

Liverpool metur Sakho á 30 milljónir punda og þeir eru vongóðir um að fá þá upphæð fyrir hann þegar félagsskiptaglugginn opnar.

Hann er í augnablikinu á láni hjá Crystal Palace þar sem hann hefur verið að spila vel. Palace hefur unnið fimm af sjö leikjum sem Sakho hefur spilað, en hann hefur hjálpað þeim að komast frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner