Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 1. sæti
Nær Stjarnan að verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar?
Nær Stjarnan að verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir eignaðist barn í vetur.  Hún ætlar að reyna að snúa aftur á fótboltavöllinn á næstunnni.
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir eignaðist barn í vetur. Hún ætlar að reyna að snúa aftur á fótboltavöllinn á næstunnni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fagnar marki í fyrra.
Stjarnan fagnar marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Fótbolti.net hefur undanfarna daga opinberað spá fyrir deildina í sumar en liðin hafa verið kynnt eitt af öðru. Í dag er komið að síðustu tveimur liðunum. Í 1. sætinu er Stjarnan.

Spáin:
1. Stjarnan
2. Valur
3. Breiðablik
4. Þór/KA
5. ÍBV
6. KR
7. Grindavík
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

1. Stjarnan
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í Pepsi-deild
Þjálfarinn: Ólafur Þór Guðbjörnsson er á sínu fjórða ári sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur þjálfaði áður U19 ára landslið kvenna í tíu ár samfleytt en þar áður þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Breiðabliki.

Styrkleikar: Breiddin í sóknarlínu Stjörnunnar er ógnvænleg en liðið er með marga öfluga leikmenn og ofan á það mun markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir snúa aftur á næstu vikum eftir barnsburð. Markmannsteymi Stjörnunnar er gríðarlega öflugt en skoska landsliðskonan Gemma Fay mun berjast við Berglindi Jónasdóttur um stöðuna. Berglind fékk einungis tíu mörk á sig í fyrra. Metnaðurinn er mikill í Garðabæ og liðið þekkir það mjög vel að berjast um titla.

Veikleikar: Gengi Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu var mjög dapurt en Garðbæingar náðu ekki oft að stilla upp sínu sterkasta liði þar. Vörnin er spurningamerki en liðið fékk mikið af mörkum á sig í vetur. Þá setur það strik í reikninginn fyrir Stjörnuna að fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdótir verður ekki með í sumar en hún er ólétt. Í innbyrðis leikjunum gegn toppliðunum í fyrra gekk Stjörnunni illa en liðið fékk samtals fjögur stig í fjórum leikjum gegn Val og Blikum.

Lykilmenn: Donna K. Henry, Harpa Þorsteinsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Agla María Albertsdóttir kom sterk inn á kantinn hjá Stjörnunni í fyrra og spennandi verður að sjá hvað þessi 17 ára gamli leikmaður gerir í sumar.

Komnar:
Elín Helga Ingadóttir frá Skínanda (Var í láni)
Gemma Fay frá Skotlandi
Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi
Katrín Mist Kristinsdóttir frá Skínanda (Var í láni)
Írunn Þorbjörg Aradóttir frá Þór/KA
Kim Dolstra frá Verona á Ítalíu
Nótt Jónsdóttir frá FH
Telma Hjaltalín Þrastardóttir frá Breiðabliki
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir frá FH

Farnar
Amanda Frisbie til Bandaríkjanna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - Ólétt
Guðrún Karítas Sigurðardóttir í KR
Jenna McCormick til Ástralíu
Sabrina Tasselli til Ítalíu

Fyrstu leikir Stjörnunnar
27. apríl Stjarnan - Haukar
3. maí Stjarnan - KR
9. maí ÍBV - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner