sun 23. apríl 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Iheanacho fyrsti fjórði varamaður í sögu bikarsins
Iheanacho kominn í sögubækur enska bikarsins
Iheanacho kominn í sögubækur enska bikarsins
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho komst í sögurbækur enska bikarsins í dag fyrir það eitt að koma inn á völlinn í leik Manchester City gegn Arsenal.

Liðin áttust við í undanúrslitum enska bikarsins í dag og úr varð æsispennandi leikur en Alexis Sanchez skaut Arsenal í úrslitaleikinn í framlengingu.

Fyrir þetta tímabil var ákveðið að bæta við nýrri reglu, sem gerði stjórum kleift til þess að nota eina aukaskiptingu í framlengingu ef liðið hafði nú þegar notað þrjár skiptingar.

Reglan tók gildi í 8-liða úrslitum en það reyndi ekki á hana fyrr en í dag.

Guardiola notaði aðeins eina skiptingu í venjulegum leiktíma og skipti svo tveimur leikmönnum inn á, á 99. mínútu. Síðan lenti Man City undir og ákvað Guardiola að gera fjórðu breytinguna.

Þá kom Iheanacho inn á í stað Raheem Sterling. Iheanacho náði ekki að setja mark sitt á leikinn og er Man City úr leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner