Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. apríl 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fyrsta titlalausa tímabil Guardiola
Guardiola hefur unnið fjölda titla, en engann á þessu tímabili
Guardiola hefur unnið fjölda titla, en engann á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði gegn Arsenal í undanúrslitum enska bikarsins í dag og má þá nokkurn veginn bóka það að Manchester City muni ekki vinna titil á þessu tímabili.

Þar með er ljóst að Pep Guardiola, stjóri Manchester City er að fara í gegnum sitt fyrsta titlalausa tímabil síðan hann hóf þjálfun hjá aðalliðum! Ótrúlegur ferill sem hann hefur átt.

Guardiola tók við aðalliði Barcelona árið 2008 eftir að hafa þjálfað Barcelona B í eitt tímabil á undan. Hann þjálfaði Barcelona í fjögur ár.

Guardiola vann spænsku deildina þrjú fyrstu ár sín, og síðasta árið sitt lét hann spænska konungsbikarinn duga, ásamt því að vinna Meistaradeildina árin 2009 og 2011.

Síðan tók hann við Bayern Munchen þar sem hann vann þýsku deildina öll þrjú ár sín, og þýska bikarinn fyrstu tvö ár sín.

Nú er hann kominn til Englands og stefnir allt í fyrsta titlalausa árið hans sem þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner