Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. apríl 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bikarinn: Bjarni Pálmason með fernu er KFG fór áfram
KFG er komið áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins
KFG er komið áfram í næstu umferð Borgunarbikarsins
Mynd: Þorsteinn Ólafs
KFG 4 - 1 Vængir Júpíters
0-1 Daníel Fernandes Ólafsson ('45)
1-1 Bjarni Pálmason ('59)
2-1 Bjarni Pálmason ('92)
3-1 Bjarni Pálmason ('97)
4-1 Bjarni Pálmason ('120)

KFG mætti Vængjum Júpíters í síðasta leik dagsins í Borgunarbikar karla en bæði lið munu leika í 3. deildinni í sumar.

Allt virtist stefna í markalausan fyrri hálfleik en á 45. mínútu skoraði Daníel Fernandes Ólafsson og kom Vængjum Júpíters yfir.

Bjarni Pálmason jafnaði leikinn á 59. mínútu fyrir KFG og urðu mörkin ekki fleiri í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja.

Í framlengingunni reyndust Garðbæingar sterkari. Bjarni skoraði strax á 2. mínútu framlengingarinnar og fimm mínútum síðar var hann aftur á ferðinni.

Bjarni var ekki hættur og skoraði hann fjórða mark sitt í leiknum á lokamínútu framlengingarinnar og lokatölur 4-1. KFG er því komið áfram í næstu umferð. Þar mæta þeir Gróttu á heimavelli.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner