mán 24. apríl 2017 18:15
Stefnir Stefánsson
Marseille á eftir Olivier Giroud
Á leiðinni heim til Frakklands?
Á leiðinni heim til Frakklands?
Mynd: Getty Images
Marseille er sagt vera á eftir þjónustu frakkans Olivier Giroud hjá Arsenal en liðið er sagt ætla að reyna að klófesta kappann í sumar.

Þá eru þeir sagðir vera reiðubúnir að bjóða Arsenal 20 milljónir punda gegn því að þeir leyfi Giroud að koma til félagsins. Giroud sem er þrjátíu ára gamall skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í janúar síðastliðin en sá samningur gildir til ársins 2020.

Marseille telja þrátt fyrir það að þeir geti sannfært frakkann um að snúa aftur til heimalandsins eftir að tímabilinu á Englandi lýkur.

Giroud hefur skorað 13 mörk í ensku deildinni í vetur en hann hefur aðeins fengið að byrja 14 leiki á tíambilinu þar sem að Arsene Wenger hefur oftast viljað nota Alexis Sanchez sem fremsta mann.

Marseille eru sagðir ætla að styrkja liðið en félagið var keypt af bandaríksa auðkýfingnum Franck McCourt í oktober síðastliðinn.

Arsenal keypti Giroud frá Montpelier fyrir 12 milljónir punda í júní árið 2012. Hann hefur skorað 95 mörk fyrir félagið í 156 leikjum síðan þá. Þá var frakkinn markahæsti leikmaður liðsins í fyrra með 24 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner