Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. apríl 2017 20:15
Stefnir Stefánsson
Ched Evans á leið til Sheffield aftur
Ched Evans í leik með Sheffield
Ched Evans í leik með Sheffield
Mynd: Getty Images
Sheffield United sem hafa tryggt sér sigur í ensku fyrstu deildinni eru að ganga frá kaupunum á Ched Evans sóknarmanni Chesterfield.

BBC greinir frá því að félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð sem hljóðar upp á 500 þúsund pund.

Evans sem er 28 ára gamall, spilaði með Sheffield árið 2012 áður en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað 19 ára gamalli stelpu á hóteli árið 2011 og var í kjölfarið dæmdur í fimm ára fangelsi.

Við endurupptöku málsins var Evans síðan dæmdur saklaus eftir að hafa setið inni í tvo og hálft ár.

Evans gekk síðan til liðs við Chesterfield síðasta sumar og hefur hann skorað sjö mörk í 29 leikjum en þrátt fyrir það er liðið fallið úr ensku fyrstu deildinni.

Evans skoraði á sínum tíma 42 mörk í 103 leikjum fyrir Sheffield áður en hann var dæmdur sekur.

Þegar hann losnaði úr fangelsi í október árið 2014 leyfði Sheffield honum að nota æfingaaðstöðu félagsins til að koma sér aftur í leikform áður en að 170 þúsund manns skrifuðu undir mótmælabréf gegn því að framherjanum yrði leyft að nota aðstöðu félagsins.

Því verður fróðlegt að sjá hvernig stuðningsmenn taka nýjasta framherja liðsins gangi kaupin í gegn.
Athugasemdir
banner
banner