Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. apríl 2017 20:35
Stefnir Stefánsson
Newcastle aftur upp í úrvalsdeildina
Ayoze Perez skoraði tvívegis í dag
Ayoze Perez skoraði tvívegis í dag
Mynd: Getty Images
Newcastle United tryggði í kvöld sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar liðið mætti Preston North End í Championship deildinni.

Newcastle vissi að tæki þeim að sigra í dag myndi liðið ekki enda neðar en í öðru sæti Championship deildarinnar og þar af leiðandi kæmist liðið hjá því að taka þátt í umspili um síðasta lausa sætið en áður hafði Brighton tryggt sér sæti í deildinni.

Leikurinn byrjaði fjöruglega en strax á sjöundu mínútu kom Ayoze Perez heimamönnum yfir og stuðningsmenn Newcastle í skýjunum með þessa frábæru byrjun þeirra manna.

Gamanið var þó stutt því að sjö mínútum síðar jafnaði Jordan Hugill metin fyrir gestina. Það var síðan Christian Atsu sem kom heimamönnum aftur yfir rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 2-1 í hálfleik og Newcastle í dauðafæri á að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu.

Á 64. mínútu fengu heimamenn síðan vítaspyrnu þegar Paul Gallagher gerðist brotlegur innan teigs, honum var vikið af velli í kjölfarið. Matt Richie steig á punktinn og skoraði af nokkru öryggi.

Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ayoze Perez svo annað mark sitt og fjórða mark heimamanna og gerði endanlega út um leikinn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og því orðið ljóst að Newcastle United mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Newcastle 4 - 1 Preston NE
1-0 Ayoze Perez ('7 )
1-1 Jordan Hugill ('14 )
2-1 Christian Atsu ('45 )
3-1 Matt Ritchie ('65 , víti)
4-1 Ayoze Perez ('67 )


Rautt spjald:Paul Gallagher, Preston NE ('64)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner