Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. apríl 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Collymore gefur Guardiola falleinkunn
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Stan Collymore.
Stan Collymore.
Mynd: Getty Images
Stan Collymore, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að Pep Guardiola eigi ekki skilið að fá meira en 3-4 í einkunn af 10 mögulegum fyrir fyrsta tímabil sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Fyrsta titlalausa tímabil Guardiola

„Staðreyndin er sú að knattspyrnustjórar eru dæmdir á úrslitum. Þetta er titlalaust tímabil hjá Manchester City, það varð ljóst eftir tapið gegn Arsenal í undanúrslitum bikarsins," segir Collymore.

Hann segir að það sé lélegt að City sé ekki öruggt með að enda í topp fjórum miðað við leikmannahópinn og Guardiola þurfi að axla ábyrgð á stöðunni.

„Sú hugsun að þeir myndu ekki vinna bikar var ekki í handritinu þegar Spánverjinn var ráðinn. Ekki heldur að liðið myndi ekki ná Meistaradeildarsæti."

„Fyrir utan Leroy Sane þá á ég erfitt með að finna leikmann sem Guardiola hefur klárlega gert betri síðan tímabilið hófst. Auðvitað er möguleiki á að á næsta ári verði talað um að hann hafi náð árangri en það er bara því City mun eyða svo miklum peningum að liðið getur ekki brugðist."

Collymore er á því að Guardiola sé ofmetinn.

„Ef Guardiola tæki Blackburn, Hull eða Swansea og næði árangri þar þá myndi ég skila allt þetta umtal," segir Collymore.

Manchester City er í fjórða sæti en gæti misst það úr höndunum á fimmtudaginn þegar liðið mætir Manchester United í sannkölluðum stórleik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner