þri 25. apríl 2017 11:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland með Þýskalandi í riðli
Framundan eru leikir gegn Þýskalandi.
Framundan eru leikir gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýbúið að draga í riðla í undankeppni HM kvenna. Ísland er núna í öðrum styrkleikaflokki.

Undankeppnin hefst þann 11. september og lýkur 4. september 2018 en kvennalandsliðið hefur aldrei náð því að komast í lokakeppni HM.

Leikið verður í sjö riðlum í undankeppninni og mun efsta liðið úr hverjum riðli fara beint á lokamótið sem verður í Frakklandi 2019.

Þýskaland er þjóðin úr fyrsta styrkleikaflokki sem er með Íslandi í riðli. Þýska liðið er ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistari. Auk þess eru Tékkland, Slóvenía og Færeyjar með stelpunum okkar í riðli.

Riðill Íslands:
Þýskaland
Ísland
Tékkland
Slóvenía
Færeyjar

Sjö riðlar eru í undankeppninni þar sem efsta þjóð hvers riðils fær beint sæti á HM en þau fjögur lið sem hafa bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner