banner
   þri 25. apríl 2017 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: ESPN 
Ramos fékk eins leiks bann fyrir tæklinguna á Messi
Ramos fær að líta rauða spjaldið.
Ramos fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos fyrirliði Real Madrid hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann fyrir tæklinguna á Lionel Messi í El Clascio á sunnudaginn.

Ramos fékk að líta beint rautt spjald hjá Alejandro Hernandez dómara leiksins eftir að hafa farið í tveggja fóta tæklingu á Messi sem náði að hoppa uppúr tæklingunni og koma í veg fyrir meiðsli.

Real Madrid áfrýjaði rauða spjaldinu með yfirlýsingu og myndbandi og sagði brotið ekki hafa verið svo alvarlegt.

Aganefndin tók það hinsvegar ekki til greina og dæmdi Ramos í eins leiks bann auk þess að sekta leikmanninn um 600 evrur og félagið um 350 evrur. Madrid fær 10 daga til að áfrýja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner