Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk til Liverpool á metfé?
Powerade
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez vill fara til Manchester United.
James Rodriguez vill fara til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Belotti gæti komið í enska boltann í sumar.
Belotti gæti komið í enska boltann í sumar.
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin eru í miklu stuði en það styttist í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik.



Real Madrid ætlar að bjóða allt að 85 milljónir punda í Kylian Mbappe (18) framherja Monaco til að hafa betur gegn Barcelona og Manchester United í baráttunni um leikmanninn. (L'Equipe)

Chelsea ætlar að bjóða í Alvaro Morata (24) framherja Real Madrid í sumar. (Daily Star)

James Rodriguez (25) vill fara frá Real Madrid til Manchester United en hann er ekki í náðinni hjá Zinedine Zidane þjálfara Real. (Don Balon)

Manchester United segir ekki koma til greina að David De Gea fari til Real Madrid í skiptum fyrir Morata eða Rodriguez. (Daily Express)

De Gea hefur hins vegar fengið þau skilaboð frá Jose Mourinho að hann megi fara í sumar. (Marca)

Manchester United ætlar að reyna að fá Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid og Andrea Belotti (23) framherja Torino í sumar. Samtals kosta þeir 170 milljónir punda. (Independent)

Belotti segist ekki vera 84 milljóna punda virði en það er riftunarákvæði í samningi hans. Chelsea hefur líka sýnt Belotti áhuga. (Metro)

Liverpool er tilbúið að gera Virgil van Dijk (25) varnarmann Southampton að dýrasta leikmanni í sögu félagsins með því að kaupa hann á 50 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Crystal Palace ætlar að tvöfalda laun Wilfried Zaha (24) til að koma í veg fyrir að hann fari til Tottenham. Zaha er í dag með 60 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Arsenal ætlar að bjóða Alex Oxlade-Chamberlain nýjan samning upp á 100 þúsund pund á viku. (Daily Mirror)

Liverpool vill fá meira en 25 milljónir punda fyrir Mamadou Sakho (27) eftir góða frammistöðu hans á láni hjá Crystal Palace. (Daily Mail)

Lyon vill fá Anthony Martial (21) á láni frá Manchester United á næsta tímabili. (Talksport)

Barcelona hefur útilokað að selja Neymar (25) en hann sagðist í síðasta mánuði hafa áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. (RAC1)

Barcelona er tilbúið að ráða Ernesto Valverde (53) þjálfara Athletic Bilbao sem þjálfara í sumar þegar Luis Enrique hættir. Leikmenn Barcelona vilja hins vegar fá Juan Carlos Unzue (50) sem þjálfara. Unzue er í dag aðstoðarþjálfari Börsunga. (Independent)

Newcastle getur keypt Christian Atsu (25) frá Chelsea á 6,5 milljónir punda þegar lánssamningur hans rennur út í vor. Newcastle þarf að taka ákvörðun innan við viku eftir að tímabilið klárast. (ESPN)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, vill eyða 100 milljónum punda í leikmenn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni. Benitez gæti hætt ef Mike Ashley, eigandi Newcastle, lætur hann ekki fá þessa upphæð. (Sun)

Samningaviðræður markvarðarins Gianluigi Donnarumma (18) og AC Milan ganga illa. Donnarumma er á óskalista Manchester United en hann verður samningslaus eftir rúmt ár. (Metro)

Bastian Schweinsteiger (32) vill fá Zlatan Ibrahimovic til liðs við Chicago Fire í Bandaríkjunum. (Sport1)

Chelsea hefur fengið leyfi til að fá Toyosi Olusanya (19), kantmann AFC Wimbledon, á reynslu. (Daily Mirror)

Isco (25) er að ganga frá nýjum samningi við Real Madrid en Tottenham hefur sýnt honum áhuga. (Marca)

Florentin Pogba (26), bróðir Paul Pogba, vill fá tækifæri í ensku úrvalsdeildinni. Florentin er varnarmaður en hann á ár eftir af samningi sínum við Saint-Etienne í Frakklandi. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner