Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. apríl 2017 09:35
Magnús Már Einarsson
Handtökur hjá Newcastle og West Ham
Newcastle endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.
Newcastle endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.
Mynd: Getty Images
Menn frá skattayfirvöldum í Englandi fóru á skrifstofur og æfingasvæði Newcastle og West Ham í morgun og gerðu þar upptæk ýmis skjöl.

Félögin eru grunuð um að hafa svikið undan skatti.

Nokkrir aðilar voru handteknir í morgun en þar á meðal var Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle.

Auk skjala þá voru farsímar og tölvur teknar af skrifstofum félaganna til rannsóknar.

Ljóst er að bæði félög gætu verið í miklum vandræðum ef rétt reynist að þau hafi svikið undan skatti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner