Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. apríl 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kim Jong-Un heldur mikið upp á ítölsku deildina
Kim Jong-un er mikill aðdáandi Seríu A.
Kim Jong-un er mikill aðdáandi Seríu A.
Mynd: Getty Images
Ítalski þingmaðurinn Antonio Razzi segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé mikill aðdáandi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þökk sé áhrifum Kwang-Song Han í landinu.

Hinn 18 ára gamli Kwang-Song Han varð fyrsti Norður-Kóreumaðurinn til að skora í Seríu A þegar hann kom boltanum í netið fyrir Cagliari gegn Palermo í byrjun þessa mánaðar.

Razzi greini frá því að Kim Jong-un, sem er vægast sagt umdeildur, fylgist ekki aðeins með sínum manni heldur deildinni í heild sinni. Ítalíumeistarar Juventus eru mjög vinsælir í Norður-Kóreu.

„Fylgist hann með ítölskum fótbolta? Að sjálfsögðu, hann veit allt um Seríu A og NBA-körfuboltann," sagði Razzi.

„Ef Juventus væri að spila á Pyongyang-leikvanginum, sem er risastór, þá myndi hann fyllast."
Athugasemdir
banner
banner