Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Gott að vera á lífi í titilbaráttunni
Pochettino gefur ekkert eftir.
Pochettino gefur ekkert eftir.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ótrúlegt. Mjög góð frammistaða," sagði Maurico Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 1-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.

Sigurinn heldur Tottenham í titilbaráttunni, en liðið er fjórum stigum á eftir Chelsea þegar fimm leikir eru eftir. Spennan er mögnuð.

„Það var gott að fá stigin þrjú og vera lifandi í baráttunni um titilinn. Markmiðið er að halda áfram."

Framundan er m.a. leikur gegn Arsenal á White Hart Lane, en það gæti orðið síðasti leikur Tottenham gegn Arsenal á þeim velli.

„Það er alltaf betra að vinna, en það er satt (leikurinn gegn Arsenal) er grannslagur, kannski sá síðasti á White Hart Lane og ég tel að það verði spennandi leikur," sagði Pochettino að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner