Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. apríl 2017 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allardyce: Dómarinn var ekki nægilega hugrakkur
Sakho var borinn af velli.
Sakho var borinn af velli.
Mynd: Getty Images
„Vá! Þvílík liðsframmistaða hjá leikmönnunum," sagði Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, eftir 1-0 tap gegn Tottenham í kvöld.

„Við gáfum okkur alla í þetta og gáfum Tottenham alvöru leik í fyrri hálfleiknum, en við þreyttumst í seinni hálfleiknum."

Victor Wanyama var heppinn að fjúka ekki af velli í fyrri hálfleik að mati Allardyce. Hann efast um hugrekki dómarans.

„Seinni tæklingin var verst. Mauricio var klár að taka hann af velli í hálfleik. Ég tel að dómarinn hafi tekið vitlaus ákvörðun, ég held að hann hafi ekki verið nægilega hugrakkur."

Mamadou Sakho, miðvörður Palace, meiddist í leiknum.

„Þetta eru hnémeiðsli og þau eru það alvarleg að hann gæti verið lengi frá. Við vitum ekki hversu lengi fyrr en hann verður skoðaður," sagði Allardyce að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner