Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. apríl 2017 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi í bikarúrslit í Austurríki
Arnór Ingvi hjálpaði sínu liði að komast í úrslitaleikinn.
Arnór Ingvi hjálpaði sínu liði að komast í úrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í austurríska liðinu Rapíd Vín eru komnir í bikarúrslit þar í landi.

Þeir mættu Lask Linz í undanúrslitum í kvöld og unnu að lokum eftir mikla dramatík þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma.

Arnór Ingvi spilaði allan leikinn, en hann er á sínu fyrsta heila tímabili hjá Rapíd Vín. Þangað var hann keyptur fyrir metfé síðasta sumar.

Í kvöld fór þannig að Rapid Vín hafði betur eftir tvö mörk í uppbótartíma. Sigurmark Rapid Vín kom á 93. mínútu.

Rapíd Vín er sigursælasta félagið í sögu Austurríkis og þekkir það vel að vera í bikarúrslitum. Gengi liðsins í deildinni á tímabilinu hefur valdið vonbrigðum, en bikarinn bætir það að einhverju leyti upp.

Rapid Vín mun mæta Red Bull Salzburg í úrslitum og það er deginum ljósara að það verður erfiður leikur.

Arnór Ingi var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn í úrslitaleikinn og sagði frá því á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner