Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Þýskaland um helgina - Bayern getur orðið meistari
Bayern Munchen getur orðið þýskur meistari á morgun
Bayern Munchen getur orðið þýskur meistari á morgun
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildin heldur áfram um helgina en nú verður 31. umferð deildarinnar spiluð. Umferðin hefst í kvöld með leik Leverkusen og Schalke.

Á morgun verða spilaðir sex leikir. Dortmund tekur á móti Köln og þá mun Leipzig fá Ingolstadt í heimsókn.

Síðasti leikur morgundagsins verður leikur Wolfsburg og Bayern Munchen en Bayern getur tryggt sér þýska meistarartitilinn enn eitt árið í leiknum. Tapi Leipzig stigum og Bayern vinnur er titillinn þeirra.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg mæta Hamburg á sunnudag í gífurlega mikilvægum leik. Hamburg er í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, en Augsburg er sæti neðar með stigi minna.

16. sæti deildarinnar er umspilssæti um fall úr deildinni og því er mikið undir fyrir bæði lið.

Föstudagur 28. apríl
18:30 Leverkusen - Schalke

Laugardagur 29. apríl
13:30 Dortmund - Köln (Stöð 2 Sport 2)
13:30 Mainz - Borussia M'gladbach
13:30 Leipzig - Ingolstadt
13:30 Darmstadt - Freiburg
13:30 Werder Bremen - Hertha Berlin
16:30 Wolfsburg - Bayern Munchen (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur 30. apríl
13:30 Augsburg - Hamburg
15:30 Hoffenheim - Frankfurt

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner