Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 27. apríl 2017 17:56
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man City og Man Utd: Fjórar breytingar hjá Mourinho
Pep Guardiola og Jose Mourinho.
Pep Guardiola og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er fjarri góðu gamni í liði Manchester United sem mætir Manchester City í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið er á Etihad-leikvanginum og hefst leikur klukkan 19.

Í kvöld verður Innkastið á dagskrá þar sem fjallað verður leikinn.

Chris Smalling og Phil Jones eru einnig á meiðslalistanum.

Það eru fjórar breytingar á byrjunarliði United. Valencia, Carrick, Rashford og Mkhitaryan koma inn fyrir Young, Lingard, Pogba og Rooney.

David Silva fór meiddur af velli í tapinu gegn Arsenal í undanúrslitum bikarsins um síðustu helgi og er fjarri góðu gamni í kvöld. Sergio Aguero varð einnig fyrir meiðslum í þeim leik en er leikfær og byrjar í kvöld.

Það má reikna með hörkuleik enda stefna liðin á að enda í topp fjórum í deildinni.

Byrjunarlið Manchester City: Bravo, Zabaleta, Kompany, Otamendi, Kolarov, Fernandinho, Yaya Toure, Sterling, De Bruyne, Sane, Aguero.
(Varamenn: Caballero, Sagna, Fernando, Navas, Clichy, Gabriel Jesus, A. Garcia)

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Valencia, Blind, Bailly, Darmian, Carrick, Herrera, Fellaini, Mkhitaryan, Martial, Rashford.
(Varamenn: Romero, Rooney, Lingard, Young, Shaw, Fosu-Mensah, Tuanzebe)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner