fim 27. apríl 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Frakkar rannsaka HM 2018 og 2022
Frakkar eru að rannsaka heimsmeistarakeppnina
Frakkar eru að rannsaka heimsmeistarakeppnina
Mynd: Getty Images
Frönsk yfirvöld eru að rannsaka hvernig heimsmeistaramótin árið 2018 og 2022 voru sett til Rússlands og Katar.

Hinn umdeildi Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA var kallaður til sem vitni í rannsókninni.

Blatter, var forseti FIFA í 17 ár var gert að segja af sér árið 2015 vegna spillingu og var bannaður frá öllum afskiptum af fótbolta.

Frakkar byrjuðu að rannsaka málið í fyrra vegna gruns um spillingu og glæpastarfsemi þegar heimsmeistarakeppninar voru settar til Rússlands og Katar. Svisslendingar og Bandaríkjamenn hafa einnig rannsakað málið.

Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022 var sérstaklega umdeilt þar sem lönd með meiri fótboltahefð sóttu um að halda mótið en fengu það ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner