Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 10:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Der Spiegel 
Ronaldo sendi SMS: „Þetta verður að vera lægri upphæð"
Der Spiegel fjallar um meinta nauðgun Cristiano Ronaldo, leikmanns Real Madrid.
Der Spiegel fjallar um meinta nauðgun Cristiano Ronaldo, leikmanns Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Gögn um samkomulagið við Susan, árituð af Cristiano Ronaldo.
Gögn um samkomulagið við Susan, árituð af Cristiano Ronaldo.
Mynd: DER SPIEGEL
Ronaldo fagnar marki.
Ronaldo fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Fimm manna teymi rannsóknarblaðamanna þýska blaðsins Der Spiegel hefur verið að fjalla um meinta nauðgun Cristiano Ronaldo sem sögð er hafa átt sér stað í Las Vegas sumarið 2009.

Við fjölluðum um málið í gær en Der Spiegel hefur undir höndum sannanir fyrir því að Ronaldo hafi borgað konunni sem sakaði hann um nauðgun rúmar 36 milljónir íslenskra króna fyrir að láta málið niður falla og fara ekki með það fyrir dómstóla.

Hvort um fjárkúgun hafi verið að ræða eða nauðgun er allavega ljóst að starfsmenn og lögfræðingar sem vinna fyrir Ronaldo sömdu við konuna um að útkljá málið utan réttarsala og þagga niður umræðuna.

Der Spiegel er með pappíra undirritaða af Ronaldo undir höndunum og einnig upplýsingar um samskipti hans við lögfræðing sinn í gegnum SMS skilaboð á meðan samningaviðræðurnar stóðu yfir. Ljóst var að Ronaldo hafði mikinn áhuga á að vita hver upphæðin yrði.

„950 dollarar" sendi lögfræðingur Ronaldo, Osório de Castro, til hans. Ronaldo skrifaði til baka: „Er það upphæðin?"

De Castro: „Það eru fyrstu kröfur. Það eru 660 þúsund evrur. Við samþykkjum það ekki. Viðræður halda áfram."

Ronaldo: „Er það of mikið?"

De Castro: „Ég tel það. Ég held að við lokum málinu fyrir lægri upphæð."

Ronaldo: „Það verður að vera lægri upphæð!"

De Castro: „OK"

Der Spiegel hefur reynt að fá konuna sem sakaði Ronaldo um nauðgun til að stíga fram. Í umfjölluninni gengur hún undir dulnefninu Susan K. en samkvæmt samningi við Ronaldo má hún ekkert tjá sig um það sem gekk á.

Der Spiegel hefur bréf undir höndum sem Susan skrifaði til Ronaldo nokkrum mánuðum eftir meinta nauðgun og atburðarásinni er lýst. Í skjali sem talsmenn Ronaldo báru fram í samningaviðræðunum má sjá útgáfu portúgölsku stórstjörnunnar á því sem átti sér stað umrætt kvöld en þar heldur hann því fram að kynlífið hafi átt sér stað með vilja beggja aðila.

Susan hringdi í lögregluna eftir þessa meintu nauðgun og var hún færð á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Hún var með áverka, mest við endaþarm. Sönnunarbyrði í svona málum er mjög erfið og hún lagði aldrei fram kæru svo málið var ekki rannsakað.

Ljóst er að rannsókn Der Spiegel á málinu er ekki lokið en blaðið hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku sína í gegnum árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner