Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. apríl 2017 11:56
Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó fær annan Spánverjann í dag (Staðfest)
Nacho Heras Anglada.
Nacho Heras Anglada.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víkingur Ólafsvík var að senda frá sér tilkynningu þess efnis að félagið hafi fengið spænska varnarmanninn Nacho Heras til liðs við sig.

Hann er annar Spánverjinn sem gengur í raðir félagsins í dag en miðjumaðurinn Alonso Sanchez kom til félagsins fyrr í morgun.

Heras er varnarmaður, fæddur árið 1991 og hann lék seinast með U.P. Plasencia í heimalandinu. Þá hefur hann einnig spilað í Ungverjalandi auk þess sem hann var á mála hjá Espanyol á yngri árum.

Samkvæmt Transfermarkt er aðalstaða Heras hægri bakvörður en einnig getur hann leyst miðvörðinn.

Þar með eru fjórir Spánverjar hjá Víkingum í sumar. Fyrir voru markvörðurinn Cristian Martinez og varnarmaðurinn Aleix Egea.

Víkingar mæta Val í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla klukkan 19:15 á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner