Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 29. apríl 2017 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balague: Enginn möguleiki að Neymar fari til Man Utd
Neymar á sprettinum.
Neymar á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports segir engan möguleika á því að Neymar fari til Manchester United í sumar.

Balague sest niður vikulega og svarar spurningum lesenda Sky Sports. Ein spurningin sem hann fékk í gær var um það hvort Neymar væri á leið til rauðu djöflana.

Neymar hefur verið orðaður við Man Utd lengi. Í slúðrinu í gær var sagt að United væri tilbúið að borga riftunarverð fyrir hann, en það eru 170 milljónir punda. Balague segir að það muni ekki gerast.

„Það er enginn möguleiki á því að þetta gerist í sumar," svaraði Balague, en hann segir að Neymar sé ánægður eins og er.

„Hann vill ekki fara, Barcelona vill ekki selja hann, þannig að hann verður áfram," sagði þessi mikli sérfræðingur.
Athugasemdir
banner
banner
banner