Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. apríl 2017 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Celtic fór illa með erkifjendur sína
Í fyrsta sinn sem Celtic skorar fimm mörk á Ibrox
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Rangers 1 - 5 Celtic
0-1 Scott Sinclair ('7 , víti )
0-2 Leigh Griffiths ('18 )
0-3 Callum McGregor ('52 )
0-4 Dedryck Boyata ('66 )
1-4 Kenny Miller ('81 )
1-5 Mikael Lustig ('87 )

Celtic hefur ekki tapað fyrir Rangers hingað til á tímabilinu og það breyttist ekki í dag. Erkifjendurnir mættust á Ibrox,heimavelli Rangers, í hádeginu á þessum flotta laugardegi.

Celtic, sem er nú þegar búið að tryggja sér meistaratitilinn, hafði algjöra stjórn á leiknum og var með 2-0 forystu í hálfleik.

Callum McGregor og Dedryck Boyata bættu við mörkum og staðan var 4-0 áður en reynslumikli sóknarmaðurinn Kenny Miller minnkaði muninn fyrir heimamenn. Miller var að fá nýjan samning.

Hinn sænski Mikael Lustig batt endahnút á stórsigur Celtic og lokatölur 5-1, en þetta er í fyrsta sinn sem Celtic skorar fimm á Ibrox.

Celtic hefur ekki enn tapað leik í deildinni og eru langefstir, en Rangers er í þriðja sætinu langt á eftir erkifjendum sínum. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni, en Celtic er einnig í bikarúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner