Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. apríl 2017 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
"Liverpool hefði átt að hafa meiri trú á hæfileikum mínum"
Lazar Markovic í leik með Hull City.
Lazar Markovic í leik með Hull City.
Mynd: Getty Images
Serbinn Lazar Markovic sem í dag leikur með Hull City er ekki ánægður með hversu lítinn tíma hann fékk til þess að sanna sig hjá Liverpool, hann er þó enn samningsbundinn Liverpool.

„Liverpool eyddi peningum í mig og ég trúi því að þeir hefðu átt að hafa meiri trú á hæfileikum mínum," sagði Markovic.

„Ég fékk tækifæri til að spila meira annars staðar, það truflar mig ekkert."

Markovic kom til Liverpool frá Benfica árið 2014, hann lék aðeins í eitt tímabil á Anfield áður en hann var lánaður til Fenerbahce árið 2015.

Árið 2016 var hann lánaður til Sporting, og í janúar 2017 var hann lánaður til Hull City þar sem hann leikur í dag.

Markovic á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, hann segist þó ánægður á þeim stað sem hann er í dag og vill spila áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner