Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. apríl 2017 18:29
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Fyrsti útisigur Burnley staðreynd
Leikmenn Burnley fagna marki Ashley Barnes.
Leikmenn Burnley fagna marki Ashley Barnes.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 2 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('8 )
0-2 Andre Gray ('85 )

Crystal Palace og Burnley mættust í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar, leiknum er nú ný lokið og þar hafði Burnley betur með tveimur mörkum gegn engu.

Á 8. mínútu leiksins kom Ashley Barnes gestunum í Burnley yfir eftir sendingu frá bakverðinum Stephen Ward.

Andre Gray kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði annað mark Burnley á 85. mínútu.

Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu og með sigrinum eru þeir nánast öruggir með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni, með 39 stig. Jóhann Berg kom ekkert við sögu hjá Burnley í dag.

Crystal Palace er sjö stigum frá fallsæti og sitja í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner