Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. apríl 2017 22:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Philipp Lahm: Ég hefði kannski getað skorað meira
Philipp Lahm eftir sigurinn á Wolfsburg í dag.
Philipp Lahm eftir sigurinn á Wolfsburg í dag.
Mynd: Getty Images
Philipp Lahm vann í dag sinn áttunda deildartitil með Bayern Munchen, Lahm er að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Lahm telur að ef einhver tölfræði gæti verið betri hjá honum þá væru það mörkin. „Ég hefði kannski getað skorað meira," sagði hann í viðtali eftir leikinn í kvöld.

„Átta deildartitlar, 21 titil, það er í lagi, það er frábært. En mörkin eru ekki mörg, sú tölfræði gæti verið betri."

Það er aldrei gefið að vinna þýsku Bundesliguna. Nú þarf ég að njóta næstu vikna og æfinga."

Í síðasta leiknum mínum mun ég njóta hverrar stundar. Það verður mikið af fólki á vellinum, fjölskyldan mín og vinir," sagði Lahm.

Philipp Lahm telur sig vera fullvissan um að hann sé að leggja skóna á hilluna á réttum tímapunkti.

Ég finn fyrir því, ég hef bara þessa tilfinningu, á æfingum og í leikjum. Þetta verður rétt ákvörðun," sagði Lahm að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner