Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 30. apríl 2017 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Eddie Howe er létt eftir að Bournemouth náði 40 stigum
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe stjóra Bournemouth var létt eftir 1-0 útisigur sinna manna á Sunderland í gær.

Fyrir leikinn var Bournemouth með 38 stig en oft er talað um að lið þurfi að ná 40 stigum til að tryggja sæti sitt í deildinni, með sigri Bournemouth í gær fór liðið í 41 stig.

„Þetta er léttir, þetta þýðir samt ekki að við séum öruggir," sagði Howe eftir leikinn í gær.

Howe hrósaði einnig Norðmanninum Joshua King fyrir góða frammistöðu á tímabilinu en hann er markhæsti leikmaður Bournemouth og skoraði sigurmarkið gegn Sunderland.

„Hann hefur unnið ótrúlega hart fyrir okkur, hann sýnir frábært viðhorf á hverjum degi og er teknískur, hann er frábær leikmaður."

Howe ítrekaði svo þetta, „Við höfum ekki náð þessu enn, en það er að engu síður afrek að fá 40 stig."



Athugasemdir
banner
banner
banner