Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. apríl 2017 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Stig ekki nóg fyrir Osasuna
Osasuna og Granada fallin úr deildinni
Osasuna spilar í B-deild á næstu leiktíð.
Osasuna spilar í B-deild á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Osasuna 2 - 2 Deportivo
1-0 Jhon Mondragon ('4 )
1-1 Guilherme ('18 )
1-2 Guilherme ('70 )
2-2 Juanfran ('78 , sjálfsmark)

Það þurfti kraftaverk fyrir Osasuna til þess að halda sér í spænsku úrvalsdeildinni, en liðið féll í dag.

Deportivo La Coruna var mótherji Osasuna í dag, en fyrir leik var Osasuna á botni deildarinnar, 12 stigum frá öruggu sæti og fjórir leikir eftir. Það var því ljóst að þetta yrði erfitt, nánast ómögulegt.

Osasuna komst þó yfir eftir fjórar mínútur, en tvö mörk frá Guilherme breyttu stöðunni og Deportivo komst í forystu. Sjálfsmark frá Juanfran jafnaði aftur leikinn, en þar við sat.

Lokatölur urðu 2-2 og það er ekki nóg fyrir Osasuna. Þeir fara niður í B-deild, en Deportivo er í fínum málum.
Athugasemdir
banner