Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. apríl 2017 14:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Sigfinnur: Snýst um að Baldur verði heill
Baldur Sigurðsson er algjör lykilmaður Stjörnunnar.
Baldur Sigurðsson er algjör lykilmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarjaxlinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson er nýr sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um Pepsi-deildina. Hann mætti í þáttinn í gær þar sem hitað var upp fyrir deildina.

Grétar spilaði með Stjörnunni í fyrra og honum lýst mjög vel á tímabilið fyrir hans gömlu félaga. Það sé þó algjört lykilatriði að fyrirliðinn Baldur Sigurðsson verði heill, þá geti Stjarnan átt fantaflott sumar.

„Baldur og Eyjólfur (Héðinsson) verða þarna á miðjunni og með Hilmar (Árna Halldórsson) fyrir framan eða á kantinum. Ef að Baldur og Eyjólfur ná báðir 18-22 leikjum verða þeir rosalega erfiðir við að eiga," segir Grétar.

„Það er mikið talað um Hólmbert (Aron Friðjónsson) og hann hefur ekki sannað sig, fyrir utan á hálfu tímabili með Fram, þó allir sem þekkja hann vita hvað hann getur. Guðjón Baldvinsson verður alltaf í liðinu, þó hann skori ekki er hann á öðru leveli hvað varðar að skapa usla og pressu."

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner