Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. apríl 2017 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Gabriel Jesus og Aguero saman frammi
Nær Gabriel Jesus að töfra eitthvað fram í dag?
Nær Gabriel Jesus að töfra eitthvað fram í dag?
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir að hefjast kl. 13:05 í ensku úrvalsdeildinni. Everton fær heimsókn frá toppliði Chelsea og Manchester City gæti farið langleiðina með að fella Middlesbrough.

Chelsea er á toppnum og þeir þurfa að vinna til þess að halda góðri fjarlægð frá Tottenham. Ef þeir tapa og Tottenham vinnur Arsenal síðar í dag, þá munar aðeins einu stigi á liðunum og allt getur gerst.

Byrjunarlið Chelsea er bara nákvæmlega eins og venjulega. Antonio Conte er ekki mikið fyrir að breyta og hann gerir það ekki á ögurstundu í dag. Hjá Everton er Lukaku hættulegur.

Byrjunarlið Everton: Stekelenburg, Holgate, Jagielka, Williams, Calvert-Lewin, Baines, Gueye, Davies, Barkley, Valencia, Lukaku.
(Varamenn: Robles, Kenny, Pennington, Barry, Lookman, Mirallas, Kone)

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Azpilicueta, David Luiz, Cahill; Moses, Kante, Matic, Alonso; Pedro, Costa, Hazard.
(Varamenn: Begovic, Zouma, Ake, Chalobah, Fabregas, Willian, Batshuayi)

Manchester City er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og þeir mega engin mistök gera. Middlesbrough er í hættulegri stöðu og þeir geta farið langt með að falla, tapi þeir í dag.

Willy Caballero er í markinu hjá City vegna meiðsla Claudio Bravo, en aðalfréttirnar eru þær að frammi eru Gabriel Jesus og Sergio Aguero. Aleix García, ungur spænskur leikmaður, byrjar einni hjá City.

Byrjunarlið Middlesbrough: Guzan, Fabio, Chambers, Gibson, Friend, Clayton, de Roon, Forshaw, Stuani, Downing, Negredo.
(Varamenn: Konstantopoulos, Bernardo, Fischer, Barragan, Bamford, Gestede, Traore)

Byrjunarlið Man City: Caballero, Kompany, Kolarov, Otamendi, Clichy, Navas, Fernandinho, Garcia, De Bruyne, Jesus, Aguero.
(Varamenn: Gunn, Sagna, Zabaleta, Fernando, Sterling, Nolito, Sane)



Athugasemdir
banner