Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. apríl 2017 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio vann erkifjendur sína í Roma
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 3 Lazio
0-1 Balde Diao Keita ('12 )
1-1 Daniele De Rossi ('45 , víti)
1-2 Dusan Basta ('50 )
1-3 Balde Diao Keita ('85 )
Rautt spjald: Antonio Rudiger, Roma ('90)

Það var grannaslagur í Rómarborg á Ítalíu í hádeginu. Roma mætti þá nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio á Stadio Olimpico.

Lazio komst strax yfir á 12. mínútu þegar kantmaðurinn öflugi Balde Keita kom boltanum í netið. Daniele De Rossi náði að jafna rétt fyrir leikhlé úr vítaspyrnu og staðan í hálfleik var 1-1.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Dusan Basta Lazio aftur yfir og þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði Balde Keita út um leikinn með sínu öðru marki, lokatölur 3-1.

Þessi sigur hjálpar Juventus mikið, en eins og staðan er núna er Juventus með níu stiga forskot á Roma,
sem er í öðru sæti, þegar fjórir leikir eru eftir. Lazio er í fjórða sæti með 67 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner